Þorsteinn Kristinsson 1919–1979
SEX LJÓÐ — 43 LAUSAVÍSUR
Þorsteinn var fæddur í Hrafnsstaðakoti í Svarfaðardal 25. febrúar 1919. Hann ólst þar upp og á Dalvík til 16 ára aldurs þegar hann fór suður á land til sjós bæði á fiskibátum sem háseti á varðskipum Landhelgisgæslunnar í 5 ár. Hann fór í stýrimannaskólann og fékk stýrimannaréttindi og svokallað pungapróf. Hann fluttist norður á Dalvík 1945 ásamt konu sinni Kristínu Ásgeirsdóttur og bjuggu þau á Dalvík ásamt syni Ásgeiri (f. 1950). Þorsteinn starfaði sem sjómaður og vörubílstjóri á Dalvík og var meðal stofnenda vörubílastöðvar Dalvíkur og Hestamannafélagsins Hrings, en Þorsteinn var mikill hestamaður. Hann lést árið 1979.