| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Hólasveinar högg ei spara

Flokkur:Kersknisvísur


Tildrög

Árshátíð Hrings (hestam.fél.) 1972- hagyrðingaþáttur.
Hvað finnst þér um atburði á Hólum, þegar skólapiltar sættu sig ekki við áform Hauks skólastjóra, um að víkja Magnúsi ráðsmanni úr starfi?
Hólasveinar högg ei spara
húsin ríða flest á slig.
Hauk þeir létu úr landi fara
og lögðu staðinn undir sig.