| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15

Mjög er maður þessi knár


Tildrög

Um Sigurjón Hjörleifs, sem gat verið fyrirferðarmikill með víni, en annars mjög dagfarsprúður.
Seinni vísan í orðastað Sigurjóns, um rauðan hest er hann átti.
Mjög er maður þessi knár
marga gæti hann slegið,
þó ófullur sé alltaf fár
og ósköp meinlaus greyið.

Okkur hefur misjafnt mætt
í mörgu slarki um hauður.
Við höfum lifað súrt og sætt
saman ég og Rauður.