| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15

Löngum Tryggva lofa má

Flokkur:Kersknisvísur


Tildrög

* Hér fyrr á árum gerði Tryggvi í Brekkukoti nokkuð af því að útvega mönnum hesta í reiðtúra og reið þá gjarnan með.  Aðallega voru það konur sem hann hafði viðskipti við og þá varð þessi til.
* Enn varð Tryggvi í Brekkukoti að  yrkisefni!
Löngum Tryggva lofa má
hann liðkar fyrir hina.
Giftum konum kappinn sá
kennir reiðlistina.

Tryggvi umgengst ekkert skran
öls þá ríkja völdin.
Með Ingibjörgu og doktor Dan
drekkur hann á kvöldin.