BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bálkar

Celeste  (4)
Þrymlur  (3)

Bálkur

Hvarf séra Odds frá Miklabæ

Einar Benediktsson
Kvæðið birtist fyrst í Sunnanfara í september 1891 og var síðar prentar í fystu ljóðabók Einars, Sögur og kvæði árið 1897. Því hefur verið haldið fram, að hin kjarnmikla og kynngimagnaða lýsing á afturgöngu Solveigar í kvæðinu eigi sér stoð í persónulegri reynslu skáldsins. Er þá átt við svo- nefnt Sólborgarmál, sem Einar þingaði í að Svalbarði í Þistilfirði sem fulltrúi föður síns, en hann var þá sýslumaður í Þingeyjarsýslu. Sólborg hafði átt barn um veturnætur 1892, og var talið, að það væri getið í meinum. Einar hóf yfirheyrslur í máli þessu um áramótin 1892—1893. En áður en hann yfirheyrði Solveigu, vildi til sá hryggilegi atburður að hún fyrirfór sér á refaeitri og lést með miklum harmkvælum. Sumir hafa sagt, að myrkfælni Einars hafi stafað af þessum atburði og endurspeglun hans komi fram í hinni ægilegu lýsingu skáldsins á afturgöngu Solveigar. Birtingin í Sunnarfara 1891 sannar þó að þessi skýring fær ekki staðist.
1    Hvarf séra Odds frá Miklabæ 1–2
Hleypir skeiði hörðu
2    Hvarf séra Odds frá Miklabæ 3–6
Vötn í klaka kropin
3    Hvarf séra Odds frá Miklabæ 7–18
Nú er ei tóm fyrir dvala og draum