Hvarf séra Odds frá Miklabæ 1–2 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hvarf séra Odds frá Miklabæ 1

Hvarf séra Odds frá Miklabæ 1–2

HVARF SÉRA ODDS FRÁ MIKLABÆ
Fyrsta ljóðlína:Hleypir skeiði hörðu
bls.112–117
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þríkvætt AbAbCDCD
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þríkvætt AbAbCDCD
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1891

Skýringar

Kvæðið birtist fyrst í Sunnanfara í september 1891 og var síðar prentað í fystu ljóðabók Einars, Sögur og kvæði, árið 1897.
Því hefur verið haldið fram, að hin kjarnmikla og kynngimagnaða lýsing á afturgöngu Solveigar í kvæðinu eigi sér stoð í persónulegri reynslu skáldsins. Er þá átt við svonefnt Sólborgarmál, sem Einar þingaði í að Svalbarði í Þistilfirði sem fulltrúi föður síns, en hann var þá sýslumaður í Þingeyjarsýslu. Sólborg hafði átt barn um veturnætur 1892, og var talið, að það væri getið í   MEIRA ↲
1.
Hleypir skeiði hörðu
halur yfir ísa
glymja járn við jörðu,
jakar í spori rísa.
Hátt slær nösum hvæstum
hestur í veðri geystu.
Gjósta af hjalla hæstum
hvín í faxi reistu.
2.
Hart er í hófi frostið;
hélar andi á vör.
Eins og auga brostið
yfir mannsins för
stjarna, stök í skýi,
starir fram úr rofi.
Vakir vök á dýi
vel, þótt aðrir sofi.