SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3090)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Hvarf séra Odds frá Miklabæ 1Hvarf séra Odds frá Miklabæ 1–2
HVARF SÉRA ODDS FRÁ MIKLABÆ
Bálkur:Hvarf séra Odds frá Miklabæ
Fyrsta ljóðlína:Hleypir skeiði hörðu
Höfundur:Einar Benediktsson
Heimild:Einar Benediktsson: Ljóðmæli I. bls.112–117
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1891
Skýringar
Kvæðið birtist fyrst í Sunnanfara í september 1891 og var síðar prentað í fystu ljóðabók Einars, Sögur og kvæði, árið 1897.
Því hefur verið haldið fram, að hin kjarnmikla og kynngimagnaða lýsing á afturgöngu Solveigar í kvæðinu eigi sér stoð í persónulegri reynslu skáldsins. Er þá átt við svonefnt Sólborgarmál, sem Einar þingaði í að Svalbarði í Þistilfirði sem fulltrúi föður síns, en hann var þá sýslumaður í Þingeyjarsýslu. Sólborg hafði átt barn um veturnætur 1892, og var talið, að það væri getið í MEIRA ↲ 1. Hleypir skeiði hörðuhalur yfir ísa glymja járn við jörðu, jakar í spori rísa. Hátt slær nösum hvæstum hestur í veðri geystu. Gjósta af hjalla hæstum hvín í faxi reistu.
2. Hart er í hófi frostið;hélar andi á vör. Eins og auga brostið yfir mannsins för stjarna, stök í skýi, starir fram úr rofi. Vakir vök á dýi vel, þótt aðrir sofi. |