SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3042)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (40)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Hvarf séra Odds frá Miklabæ 3Hvarf séra Odds frá Miklabæ 7–18
HVARF SÉRA ODDS FRÁ MIKLABÆ
Bálkur:Hvarf séra Odds frá Miklabæ
Fyrsta ljóðlína:Nú er ei tóm fyrir dvala og draum
Höfundur:Einar Benediktsson
Heimild:Einar Benediktsson: Ljóðmæli I. bls.112–117
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1891
7. Nú er ei tóm fyrir dvala og draum,dauðs manns hönd grípur fast um taum, svo hesturinn hnýtur og dettur, – hnykkir í svipan hnjám af jörð, heggur sköflum í freðinn svörð og stendur kyrr eins og klettur.
8. – Ei gleymir neinn þess svip er hann sásjónum heiftar sig bregða á hálfbrostnum hinsta sinni. Uppgrafin stendur þar ódæðissynd, ógnandi í götunni – voveifleg mynd, vakin af mannsins minni.
9. Leikur tunglskíma hverful um hárog helbleikar kinnar, en augu og brár skuggar í hálfrökkur hjúpa. Úr hálsinum fellur fagurrautt blóð, freyðir og litar hjarnbarða slóð. Titra taugar í strjúpa.
10. Reydd, sem til höggs, er höndin kreppthátt á lofti, önnur er heft á bitrum blikandi hnífi. Þýtur í golu af þungum móð þulin heiting. Svo mælti fljóð, svikið, er svipti sig lífi:
11. „Svo illar hvíldir ég af þér fékkog óhreinan hef ég setið bekk, því ertu nú dauðadeigur. – Þótt svikir þú mig skal orð mitt efnt, mín er eftir þessa nóttu hefnt. Séra Oddur, nú ertu feigur.“
12. – Bót er að skammt er bæjar til,blasa við hurðir og stafna þil, glitrar á glugg einn í ranni. Voði og tjón er allt tómt og hljótt. Tryllt getur draugur í auðn og nótt vitið af mennskum manni.
13. Vafið af afli að kviði knýrkeyri úr sporum nötrandi dýr. Duna dynkir í svellum. Vofan glottir og víkur á snið úr vegi, en flýjandi gellur við hlátur í hófaskellum. _______
14. Ógæfuþrungin og ygld á brásig yfir húsþekjur breiðir dauðamóksvættur er drungann frá dauflegri óttu seiðir. En höfgum í svefni heimalið í híbýlum inni dvelur, og svefnlætin blandast við næturnið. Hver neisti af lífi sig felur.
15. En reimt er þá nótt og menn dreymir dátt;djöflast er uppi á þaki, en Solveig heitin í hverri gátt með höfuðið aftur á baki. „Nú sofðu sem fastast, maður minn, á morgun er nýtt að heyra.“ – Svo hallar hún sér að hálfu inn og hlær frá eyra til eyra.
16. „Á Miklabæ svo margt til bersem mundi ei nokkurn gruna.“ – Menn láta illa – og láta ver, slíkt er leiður draumur að una. – Þá er hastarlega ljóra á lagst, yfir miðjum palli, og rökkurþögnin um rjáfur há rofin með neyðarkalli.
17. Hvert mannsbarn vaknar og horfir í húm.Enn er hrópað í ógn og trylling. Líkamir naktir rúm við rúm rísa í titranddi hrylling. En út til þess, er átti þá raust, fýsir engan af vinnusveinum. Fyrir hurðum úti er hjálparlaust háður leikur af einum. –
18. Svo næsta dag, þegar dyrum frádragbröndum verður skotið, liggja handvettir klerksins hlaðinu á, höttur og keyri brotið. En presturinn hefur ei síðan sést. Menn segja að hvarfinu valdi draugur, er mann hafi dregið og hest í dysina – og báðum haldi. |