Braghent – samrímað eða braghenda samrímuð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Braghent – samrímað eða braghenda samrímuð

Kennistrengur: 3l:[o]-x[x]:6,4,4:AAA
Bragmynd:
Lýsing: Braghent – samrímað eða braghenda – samrímuð er þríhendur háttur. Fyrsta braglína er lengst, sex kveður, og verður braghvíld í henni á eftir fjórðu kveðu eða í fjórðu kveðu. Hinar línurnar eru fjórar kveður. Allar braglínur eru óstýfðar. Ekkert innrím er í hættinum óbreyttum.
Braghenda er forn háttur. Hann kemur þegar fyrir í Þrymlum sem eru taldar frá því snemma á 15. öld. Fyrst þegar braghenda kom fram rímuðu allar línur saman og telst því samrímuð braghenda án innríms vera hátturinn óbreyttur. Ekki var farið að kveða undir hættinum frárímuðum og baksneiddum fyrr en á 16. öld. Braghvíld ýmist í 4. kveðu eða á eftir henni í fyrstu línu.

Dæmi

Vönd er tíð að veita þiggja, vinna og láta,
heyra tala, hlæja gráta,
hamla róa, neita játa.
Guðmundur Andrésson: Persíus rímur IV:11

Ljóð undir hættinum

Lausavísur undir hættinum