Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Áminning síra Einars Sigurðssonar til Jóns litla Sigurðssonar Anno 1600 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Áminning síra Einars Sigurðssonar til Jóns litla Sigurðssonar Anno 1600

Fyrsta ljóðlína:Er það nú mín áminning og einkaráð
Bragarháttur:Braghent – samrímað eða braghenda samrímuð
Viðm.ártal:≈ 1600

Skýringar

Anno 1600.
1.
Er það nú mín áminning og einkaráð
að þú stundir dygð og dáð,
drottin biðjir fyrst um náð.
2.
Sjá þig við þeim svikula drykk er svo má heita,
lysting holdsins vill þér veita;
að visku hlýtur grannt að leita.
3.
Forðast skaltu félaga þá yfir falsi búa,
vel þér jafnan vinina trúa,
víti annars lát þér snúa.
4.
Mín elli sér nú allt það tjón mér æskan gjörði;
þá áminning á ungum herði
að þeir svo mér frægri verði.
5.
Það við mig loðir af gáfu Guðs þó gálaus væri,
safnist til þín, sonurinn kæri,
en sjáir við því sem illa færi.
6.
Blessan Guðs, minn sæli son, þig sóma gæði;
legg í minni ljúf heilræði.
Lif nú vel með siðlegt æði.