Staðir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Staðir

Fyrsta ljóðlína:Lyfta brúnum / Ljósufjöll / á lygnum degi
bls.7. árg. bls. 145–146
Bragarháttur:Braghent – samrímað eða braghenda samrímuð
Bragarháttur:Valhent – samrímað
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2009

Skýringar

Þó að línum sé skipt með þeim hætti sem hér er gert eru ljóðin hefðbundnar braghendur og valhendur.
Á Snæfellsnesi
Lyfta brúnum
Ljósufjöll
á lygnum degi

Betra á vorið
bjarta eigi

en brosi sól
og vindur þegi

Stykkishólmur
Stykkishólmur
stendur út við
stilltan fjörð

og lengra í suðri
leggja skörð

leiðir yfir
holt og börð

Í Skutulsfirði
Skerst í fjöllin
skjannahvítur
Skutulsfjörður

Hátt á dal
við hrundar vörður

horfir yfir
landið Njörður

Í Skálavík
Alda kemur
æðandi
úr opnu hafi

Höfuð skreytt
með hvítu trafi

hefur upp úr
djúpu kafi

Í Miðvík við Aðalvík
Brönugrasið
bregður sínum
bleika lit

Neðar skartar
fífa á fit

Fellur sólargeisli
á Rit

Á Hornströndum
Naumt er látið
lítið pláss
á lífsins hillu

fólkið eins og
fugl á syllu

floginn inn úr
hafsins villu

Í Borgarfirði eystra
Dag einn setti
Drottinn hérna
dyr á fjöllin

Opin stendur
hamrahöllin

Hurðarlaus
þar krókna tröllin

Í Öræfasveit
Öræfasveit
er öðrum sveitum
undarlegri:

Jökulskjöldur
skín á gjögri –

skúmur yfir sandi
á flögri