Valhent – samrímað | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Valhent – samrímað

Kennistrengur: 3l:[o]-x[x]:6,4,4:aaa
Bragmynd:
Lýsing: Valhent –samrímað eða valhenda – samrímuð er þríhendur háttur. Fyrsta braglína er lengst, sex kveður, og verður braghvíld í henni á eftir fjórðu kveðu eða í fjórðu kveðu. Seinni braglínurnar hafa fjórar kveður hvor. Allar braglínur eru stýfðar og gera endarímsliðirnir aðalhendingar hver við annan. Valhenda er greinilega leidd af braghendu og er sá einn munur háttanna að í braghendu eru allar línur óstýfðar. Ekkert innrím er í hættinum óbreyttum.
Valhent kemur einstaka sinnum fyrir í eldri rímum innan um braghent og í Hjálmþérsrímum, sem líklega eru ortar á fyrri hluta 15. aldar, er sjötta ríman kveðin undir þessum hætti.

Dæmi

Brönugrasið bregður sínum bleika lit.
Neðar skartar fífa á fit.
Fellur sólargeisli á Rit.
Njörður P. Njarðvík: Staðir (Í Miðvík við Aðalvík)

Ljóð undir hættinum

Lausavísur undir hættinum