Stökur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stökur

Fyrsta ljóðlína:Húmið á landið aðeins tánum tyllir
bls.6. árg. bls. 76
Bragarháttur:Braghent – samrímað eða braghenda samrímuð
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1950

Skýringar

Stökurnar eru frumbirtar í Són, 60 árum eftir að þær voru ortar.
Það er gott að geta enn þá glaðst og hlegið,
upp í gaman angri slegið,
yl frá sólargeislum þegið.

Hlæ ég oft þó hugur minn sé hljóður, gljúpur,
yfir tárum huliðshjúpur.
Hláturinn er sjaldan djúpur.

Mér finnst allt svo ömurlegt og einskis virði,
dagar langir, döpur byrði,
dvelji ég ekki í Skagafirði.

Þar er allt sem er mér kærst og ei má gleyma.
Þangað ætíð þrárnar streyma,
þó á ég reyndar hvergi heima.