Stefán Ólafsson í Vallanesi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stefán Ólafsson í Vallanesi 1619–1688

NÍU LJÓÐ — FJÓRAR LAUSAVÍSUR
Stefán var sonur séra Ólafs Einarssonar skálds í Kirkjubæ og konu hans, Kristínar Stefánsdóttur frá Odda. Eftir nám í Skálholti nam Stefán við Hafnarháskóla og vann um tíma við þýðingar fyrir Ole Worm. Stefán var prestur í Vallanesi frá 1649 til æviloka og prófastur í Múlaþingi á sínum efri dögum. Hann var talinn eitt höfuðskálda 17. aldar. Veraldlegur skáldskapur Stefáns er talsverður að vöxtum. Hann orti talsvert af lausavísum og var með fyrstu skáldum til að yrkja eiginlegar hestavísur. (Heimild: Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár IV, 328–329).

Stefán Ólafsson í Vallanesi höfundur

Ljóð
Árna Jónssyni. 1642, 4. Julii. ≈ 1650
Árna Jónssyni tilskrifað 1640 eða 1641 ≈ 1650
Díli ≈ 1650
Heim skrifaðar úr skóla þessar vísur Árna Jónssyni til ≈ 1650
Meyjarmissir ≈ 1675
Nokkrar vísur séra Eiríki Ketilssyni tileinkaðar ≈ 1650
Nýársgjöf Guðríðar litlu Gísladóttur ≈ 1650
Raunakvæði ≈ 1650
Sálmur um eftirlöngun eilífs lífs ≈ 0
Lausavísur
Bylur skeiðar virta vel
Jalla sundur sníður snart
Nú vill ekki standa um stafn
Vandfarið er með vænan grip

Stefán Ólafsson í Vallanesi þýðandi verka eftir Jacopone da Todi (Jakobus Tuderdinus)

Ljóð
Sorgarraunir Maríu (Stabat mater dolorosa) ≈ 1650