Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ómennskukvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ómennskukvæði

Fyrsta ljóðlína:Hvað mun því valda
bls.262–278
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Heimsádeilur
1.
Hvað mun því valda
að vorrar aldar
er víl svo hátt?
Þeir fénu ei halda,
þó fjúkin tjalda
um fenta gátt;
sú grandaði ei alda
þeim gömlu þrátt;
mig girnir að skjalda
um slíkan hátt.
2.
Hjá fyrri mönnum
sér undi í önnum
hið ítra geð,
þeir gnístu tönnum
með sæmdar svönnum
og sóttu féð;
svoddan grönnum
var lukkan léð,
en letin bönnuð
og sjálfræðeð.
3.
Til hlýku klæðum
og hlífðar skæðum
þá hagað var,
um hispursfæðu
og húsgangsræðu
þeir hirtu ei par,
þó blæði úr æðum,
þá broddur skar,
brosandi kvæðin
heyrðust þar.
4.
Þá girnti ei kaupa,
ei rölta né raupa
eða ríða þrátt,
en millum staupa
nam hjaldur að hlaupa
um hug og mátt
auðurinn draup
að yrkti gátt,
ómennskan kraup
en leit ei hátt.
5.
Víkur nú efni
frá vinnugefni
að vorri þjóð,
sem einatt nefnir
í áti og svefni
sé unun góð,
þótt að mér stefni
hún sterkum móð,
stöðva ei vefnað
þessi ljóð.
6.
Af þessu mengi
vill þegn ei lengi
sér þjóna brauð,
svo verk ei sprengi
sig gipta gengur
í grönnum auð,
með kjól og hengi,
sem bringan bauð,
í buxurnar strengist
peysan rauð.
7.
Með gagnlegu hári
í gyllini-ári
sig giftir hann;
beislar nú klárinn
með bólginn nára,
og bólstað fann;
um sumarið dára
seggi vann
en setti skára
á túnhalann.
8.
Við sína maka
sigurinn slakar,
nú svallar fyrst,
með þeim er að kvaka
og tóbak taka,
það talin er list;
hey þarf ei raka
hringarist,
af hestinum vakra
engið bíst.
9.
Þá húsgangsdretta,
sem ljúga af létta
að löndum ber,
þeir spyrja þá frétta
og fá sig metta
við froðuker,
af sköllum detta,
en sérhver sver,
að satt muni þetta,
er fregnin ber.
10.
Með hattinn í vanga
þeir spjátra, þeir spranga,
þeir sperra sinn legg,
þeir stíma, þeir stanga,
þeir masa, þeir manga
við moldarvegg,
með skúfana langa
þeir laga sitt skegg
og láta þá hanga,
þó úti sé hregg.
11.
Þeir renna, þeir ríða,
þeir skrefa, þeir skríða
á skjótum jór,
með hempuna víða
og hettuna víða
á heilakór;
sá undan kann hýða
læst ekki mór,
en eftir að bíða
er minnkun stór.
12.
Frá morgnum til kvelda
að matnum velda
þeir mingra sér
við tóbakselda,
en taðan ófellda
á túnum þver;
kvíærin selda
í kaupstaðinn fer,
hvort konunni geld
eða mylk hún er.
13.
Fyrir kjarnann strokka,
kvíærnar, sokka
og klæðin úr ull
tóbakið lokka
úr kistum kokka,
það kaup eru öll,
brydding, þráðdokka
og barnagull,
og borða að plokka,
er gagnsemd full.
14.
Þau hrjóta, þau sofa,
það hjúin lofa
þá hinir slá,
hún fyrir ofan
með handadofann
og hóstann smá;
í hlöðukofann
er hryggð að sjá,
til heys og rofa
á kapla þrjá.
15.
Í túninu stendur,
en seppi er sendur
og sigað á það,
en bóndinn og kvendið
breiða hendur
báli að,
fingrinum benda,
en fara ei úr stað,
fénaður lendir
uppi við hlað.
16.
Konurnar dóla
á kvíabóli,
þá kvöld er nær,
með tómar skjólur
títt heim róla,
því týndust ær,
margar sig fólu
í fyrra gær,
um fjöll og hóla
svo tvístrast þær.
17.
Nú kemur hann þorri,
en krýpur hann dorri
og koltna ær,
þá segir hann Snorri,
í sumum korri,
en svelti tvær,
að áætlan vorri,
sér ennið klær,
en ei veit hvorri
nú bjargað fær.
18.
Fyrir lötum aula
kemst allt í þaula
og auratjón,
nú drynur hún baula,
en börnin raula
við baðstofu-ón,
af sultinum gaula
þau Gunna og Jón,
þeim gefst ei að maula,
en komið er nón.
19.
Fyrir auðnu hreysi,
það aflar hneysu,
er engin hurð,
nú kastar hann meisi
í mjólkurleysi
og matarþurrð,
þó þyrillinn geisi
og þél séu urð,
þróast nú kveisa
af innanskurð.
20.
Það þori ég að sverja
að saumuð er verja
á svanga kú,
í fjúkum að berja
og brumið að merja
á baula nú,
ef sér til skerja
þá skröltir sú,
um skorpuna hverja
hún sveltir í bú.
21.
Nú kemur sá dagur
að klárinn magur
í kreppu er,
á litinn fagur,
að rísa ragur
og rifjaber;
það er nú slagur,
hann segir með sér,
og sorgarbragur,
ef þessi fer.
22.
Svo líður af nóttin,
þá lifnar sóttin
og lukku bann,
fákanna óttinn
þá finnst hinn skjótti,
er flesta vann,
dávakur þótti,
en dauður er hann,
daprar hugsóttin
eigandann.
23.
Hann ansar nú þjáður
af örbyggð smáður,
því innan sker:
Hvað mun til ráða,
því skemmdin skráða
nú skollin er?
Ég hefi ei dáð
að hjálpa mér,
hamingjan náði,
þá svona fer.
24.
Sér öllum ekur
og ráðin rekur
um rænu mið, -
samviskan vekur
og svarar nú sekur
með sáran kvið:
Ef aurafrekur
ei leggur lið
oss lengi tekur
sveitin við.
25.
Nú tekur að hagga,
í vesöld vagga,
hann veruna sleit;
með hópinn kjagga
í hýði plagga
á hennar sveit;
hans eru nú baggar
börn ófeit,
af blossann þaggar
í eyðireit.
26.
Ég segi þær fréttir
að svo gár þetta
í sveitum nú,
ómennskan sprettur
og álnum flettir
hin öflugu bú,
fullrösk að metta
húsgangshjú
er haldin hin rétta
og sanna trú.
27.
Ábyrgðarminna
er ærlega að vinna
og éta sitt brauð
fyrir orkuna stinna,
og láta ei linna
að lofa sinn guð;
hann gætir vel sinna
og gefur þeim auð,
góður þjón finnur
björg í nauð.
28.
Af hróðrar safni,
þó héðan af kafni,
nú hyggi drótt,
ómennsku hafni
svo aurar dafni
af iðnum þrótt,
slensíunafnið
er leitt og ljótt,
í leti að drafna
er versta sótt.
29.
Búmönnum góðum
og bænda fljóðum
ég blessan sel,
og vinnumóðum
síns verks á slóðum
þó vaxi él.
Máist svo óður
og mælsku þél.
Minnist þér ljóða,
og farið vel.