Árna Jónssyni. 1642, 4. Julii. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Árna Jónssyni. 1642, 4. Julii.

Fyrsta ljóðlína:Árni þykist fleygur og fær
bls.61
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1650
Tímasetning:1642
Flokkur:Ljóðabréf

Skýringar

Sjá einnig Stefán Ólafsson: Ljóðasafn I, bls. 14–15.
1.
Árni þykist fleygur og fær
fyrst hann Rauðs ei missti
en einsamall honum aldrei nær
utan hann haftið gisti.
2.
Þarf nú ekki að slíta slóg
ef sleppur ei til að járna
þó kvisthnútan hans biti á bóg
*bröltir hann með hann Árna.
3.
Þú rennir honum með reynda skó
um reiti Austur-fjarða
út í Torfu og suður að sjó
að sækja fiskinn harða.
4.
En gættu nú að, þó gott sé skrölt
gilda að sækja veiði
að ofboðin og ofurnölt.
ekki klárinn deyði.