Díli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Díli

Fyrsta ljóðlína:Díli minn er með dáðahestum talinn
bls.394–395
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) fimm,- tví- og þríkvætt AABBBA
Viðm.ártal:≈ 1650
1.
Díli minn er með dáðahestum talinn,
dansar á fótum eins og hann sé galinn,
hleypur sprungur,
hæðir, klungur,
hálsa og tungur
hestur ungur alinn.
2.
Læraþykkur, lendfagur og þolinn,
líflegur, og þéttvaxinn um bolinn,
á hann settur
enginn dettur,
er svo nettur
fótaléttur folinn.
3.
Haus ber nett en hringvafinn er fótur
þá honum ríður snotur kesjubrjótur,
rennur bala,
holt og hala
í hægum kala
sem ein svala skjótur.
4.
Tíu gildir taldir og einn dalur
títt mér fyrir hann býður margur halur
en eg hneigi
og þeim segi
á ýmsa vegi
að folinn sé ei falur.
5.
Um hófafílinn hirði eg ei fremur spjalla,
hans mun líkinn hvergi finnast valla,
því skal gagur,
þurr og magur
þundar bragur
niður ófagur falla.