Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Raunakvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Raunakvæði

Fyrsta ljóðlína:Eg veit / eina baugalínu
bls.34–37
Viðm.ártal:≈ 1650
1.
Eg veit
eina baugalínu,
af henni tendrast vann
eldheit
ást í hjarta mínu,
allur svo eg brann;
bjartleit
burtu hvarf úr rann.
Nú er ei hugurinn heima
því hana ei öðlast kann.
1.
Sú var
seljan ofnis palla
siðug í máta rétt,
hennar
hegðan réð mér falla,
hæversk var hún og sett,
af bar
yfirbragðið létt.
Nú er ei hugurinn heima,
eg hef ei til hennar frétt.
3.
Hún stóð
hýr í fögrum ranni,
hugði eg að henni best,
svipgóð
sú kann bæta manni
sorg og hugarins brest,
þýtt fljóð
þarflegt kunni flest.
Nú er ei hugurinn heima
því hefur ei til hennar frést.
4.
Þýð, teit,
þakin dyggða safni,
þrifnað læra réð,
blíðleit,
bestu kvenna jafni
bauð hið hýrsta geð;
eg veit
er henni gæfan léð.
Nú er ei hugurinn heima
því hana fæ eg ei séð.
5.
Mey brá
mér fyrir hvarma steina
margri fyrr og síð,
ei sá
eg að heldur neina
er svo þætti fríð,
fótsmá,
fagurhent og þýð.
Nú er ei hugurinn heima,
hún hvarf á samri tíð
6.
Augnskær,
en á hörundið bjarta
eins og mjöllin hrein,
mjög nær
mínu gekk hún hjarta,
hýran af henni skein;
sú fær
svalað geðinu ein.
Nú er ei hugurinn heima
því horfin er silkirein.