Sveinn Hannesson frá Elivogum 1889–1945
SJÖ LJÓÐ — 172 LAUSAVÍSUR
Sveinn Hannesson frá Elivogum var fæddur að Móbergsseli í Litla-Vatnsskarði í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var bóndi í Elivogum á Langholti í Skagafirði 1917–1926, en lengst bjó hann á jörðunum Sneis og Refsstöðum á Laxárdal í A-Hún eða alls í 17 ár. Tvær ljóðabækur komu út eftir Svein að honum lifandi: Andstæður, Reykjavík 1933, og Nýjar andstæður, Reykjavík 1935.