| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8850)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19
Velmetinn og vísan hal
víðlesinn í brögum
aftur finn ég Fúsa í Dal
fyrr en linnir dögum.

Þar að doka gleður gest
gleymir rokveðrunum
að sér mokar bóndinn best
bragar fordreifunum.



Athugagreinar

Vísurnar eru úr löngum brag um Vatnsdalshagyrðinga. Í formála eru taldir upp þeir hagyrðingar sem Sveinn heimsótti veturinn 1931-32, hefst skráin á Ingibjörgu Sigfúsdóttur Forsæludal en lýkur með Sigfúsi Jónssyni bónda í Forsæludal, en hann er áttundi og síðasti hagyrðingurinn á skránni. Seinni vísuna skráir SigHalld. eftir framburði:

Þar að doka gleður gest
gleymir rokveðronum
að sér mokar bóndinn best
bragar fordreifonum.