Grímur Thomsen | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Grímur Thomsen 1820–1896

ÁTTA LJÓÐ — TÍU LAUSAVÍSUR
Grímur Thomsen var fæddur og uppalinn á Bessastöðum en Þorgrímur gullsmiður faðir hans var skólaráðsmaður þar. Grímur lærði í heimaskóla hjá séra Árna Helgasyni í Görðum. Eftir það sigldi hann til Kaupmannahafnar og lauk meistaraprófi frá Hafnarháskóla í samtímabókmenntum 1845. Grímur starfaði árum saman í utanríkisþjónustu Dana en fluttist síðan alfarinn til Íslands og settist að á Bessastöðum á Álftanesi sem hann keypti af konungi. Hann sat lengi á Alþingi og bjó á Bessastöðum til dauðadags. Grímur sótti sér gjarnan yrkisefni í fortíðina að hætti rómantískra skálda og þótti nokkuð forn í hugsun.

Grímur Thomsen höfundur

Ljóð
Arnljótur gellini ≈ 1025
Gyðingurinn gangandi ≈ 1875
Jónas Hallgrímsson ≈ 1850
Kirkjugarðsvísur ≈ 0
Kvæði Gríms Thomsens ≈ 0
Maríuerluvísur ≈ 1900
Sveinn læknir Pálsson og Kópur ≈ 0
Þorbjörn Kólka ≈ 1000
Lausavísur
Á vara þinna bergði ég brunni
Glímuna man ég miklu enn
Íslands varstu óskabarn
Laxa var þar mikil mergð
Leggur reyki beint upp bæja
Ljáið byrði lífs mér alla
Minna af viti en mælsku er talað
Víkur allt að einum punkt
Þitt er kvæða þrotið búr
Þó þú aumkist yfir mann