Kirkjugarðsvísur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kirkjugarðsvísur

Fyrsta ljóðlína:Hvert helst sem lífsins bára ber
bls.271
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Hvert helst sem lífsins bára ber
er bátnum hingað rennt
í sínum stafni stiur hver
og sjá! þeir hafa lent.
2.
Allharðan þessi barning beið
og byrinn ljúfan hinn
en beggja liðugt skipið skreið
í skúta grafar inn.
3.
Einn út í lengstu legur fór
en leitaði annar skammt.
Hvers hlutur er lítill, hvers er stór?
Þeir hvílast báðir jafnt.
4.
Þó liggja margir úti enn
með öngul, net og vað
en - þó það séu þolnir menn
þeir koma bráðum að.
5.
Í grafar nöpru nausti þó
nú hvolfi skipin kyrr
aftur mun þeim á annan sjó
eilífðar fleyta byrr.