Maríuerluvísur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Maríuerluvísur

Fyrsta ljóðlína: Dauðinn lífs að götu greiðir
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Dauðinn lífs að götu greiðir
get ég lært af fuglum smá
maríuerlan mínu á leiði
mun í hreiðrið tína strá.
2.
Ungum sínum rekkju hún reiðir
reyrnum dauðra gröfum frá
undir hún þá urtir breiðir
upp af liðnum sprottnar ná.