| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8851)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Glímuna man ég miklu enn

Höfundur:Grímur Thomsen
Bls.170


Tildrög

Hinn nafnkunni fræknleikamaður Gestur Bjarnason, Glímu-Gestur eða Sund-Gestur, átti síðast heima í Krossanesi hjá Önnu dóttur sinni, fyrri konu Guðmanns bónda Árnasonar. Hann var frækinn glímumaður og nam sund af Jóni Þorlákssyni Kærnested frá Skriðu í Hörgárdal og kenndi sund víða og fékk af þessu viðurnefnin. Segir í lýsingu Staðarsóknar í Hrútafirði 1848 að 2-3 menn hafi lært sund á Reykjum í Hrútafirði af Gesti. Hann andaðist á Reykjum á Reykjabraut árið 1862, sjötugur að aldri, var þar við sundkennslu. Grímur Thomsen orti um bændaglímuna miklu á Bessastöðum er honum var svo minnisstæð. Páll Tómasson, síðar prestur í Grímsey, var föðurbróðir Gríms skálds.
Heimild: Þór Magnússon/Árbók FÍ 2015

Skýringar

Vísa þessi er hluti af lengra kvæði sem birt er í Braga
Glímuna man ég miklu enn,
mönnum þótti að gaman
er lærðir bæði og leikir menn
leiddu hesta saman.
Bændur Páll og Glímu-Gestur, 
Grímseyjar hinn fyrri prestur.