Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Hermann Pálsson 1926–2011

FIMM LJÓÐ — TVÆR LAUSAVÍSUR
Stefán Hermann hét hann fullu nafni, fæddur í Sauðanesi á Ásum og alinn upp í stórum systkinahópi, nam íslensku og kenndi síðar við Edinborgarháskóla. Hann átti glæstan fræðimannsferil en afrækti þó ekki alveg hina fornu íþrótt skáldanna, sjá bækur Hermanns: Söngvar frá Suðurengjum 1955 og Þjóðvísur og þýðingar 1958.
Handrit að síðustu bók hans, Atviksorð í þátíð, kom í ljós eftir dauða Hermanns sem lést af slysförum. Þau ljóð sverja sig í ætt við fyrri kveðskap hans og grunnstefin ekki ósvipuð, rammíslensk en gjarnan tengd „útlegð“ höfundar og fjarlægð frá ættlandi og átthögum. Fróðlegt er að skyggnast inn í hugskot hins merka fræðaþular sem ýtir frá sér gömlum textum um sinn. Það er þyngri straumur og persónulegri tónn í þessari bók en hinum fyrri segir útgefandi bókarinnar.

Hermann Pálsson höfundur

Ljóð
Atviksorð í þátíð ≈ 1975
Kveðja ≈ 1975
Leit ≈ 1975
Lokavers ≈ 1950
Vísur pílagríms ≈ 1975
Lausavísur
Í þátíð minni þjóðarsaga býr
Útlægur gestur gengur