Útmánuðir | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Útmánuðir

Fyrsta ljóðlína:Í djúpu gili þyrstur lækur þegir
Höfundur:Hermann Pálsson
bls.9
Viðm.ártal:≈ 0
Í djúpu gili þyrstur lækur þegir
en þrútinn skafl á hörðum barmi sefur
og mókir yfir dýrum drykkjarföngum
sem dregið að sér nískur vetur hefur
- uns mildur þeyrinn feginsögu segir
og sumblið hefst í dimmum klettagöngum.