Söknuður | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Söknuður

Fyrsta ljóðlína:Ekki bólar á bát fyrir nesi
Höfundur:Gelískt ljóð
Þýðandi:Hermann Pálsson
bls.49
Viðm.ártal:≈ 0
Ekki bólar á bát fyrir nesi.
Roði kemur í kinnar mínar.

Ekkert skip um sundið siglir.
Löngum er lit mínum brugðið.

Sorgmædd ég sit uppi á hóli
svo auðum og ofurköldum.

Hvar get ég um bólið þitt búið
og þú ert svo fjarri farinn?

Sárt er þinn lokkur leikinn
í særóti sundurtættur.