Vísur pílagríms | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vísur pílagríms

Fyrsta ljóðlína:Ævi manns er útlegð
Höfundur:Hermann Pálsson
bls.32-33
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Ævi manns er útlegð
á annarlegri jörð.
Honum fylgir feigðin
forlög þung og hörð.
2.
Fæddir og aldir í öreign
vér eigum hér skamma dvöl
þrælar fastir á fótum
með fárra kosta völ.
3.
Forlög manna fara
sem fyrirheitið er.
Enginn flýr sín forlög:
þau eru þar sem hér.
4.
Ævi manns er útför
að endanlegri gröf
óralangar leiðir
um lönd og sollin höf.


Athugagreinar

Mottó er:
Útlægur gestur gengur
grjótstig um fjallaskarð
ókunnar einmana slóðir
utan við fjörbaugsgarð.