Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum 1885–1967
ÁTTA LJÓÐ — 34 LAUSAVÍSUR
Gísli var fæddur á Eiríksstöðum í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu og ólst þar upp með foreldrum sínum, þeim Ólafi Gíslasyni og Helgu Sölvadóttur. Gísli kvæntist konu sinni, Jakobínu Þorleifsdóttur árið 1914. Þau bjuggu í nokkur ár á Hólabæ en fluttust þaðan til Blönduóss og síðan til Sauðárkróks árið 1928 þar sem þau bjuggu síðan og stundaði Gísli þar lengst af daglaunavinnu. Hann var afar snjall hagyrðingur og komu út eftir hann þessar ljóðabækur: Ljóð (1917), Nokkrar stökur (1924), Ljóð 1929, Heiman úr dölum (1933), Á MEIRA ↲
Gísli var fæddur á Eiríksstöðum í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu og ólst þar upp með foreldrum sínum, þeim Ólafi Gíslasyni og Helgu Sölvadóttur. Gísli kvæntist konu sinni, Jakobínu Þorleifsdóttur árið 1914. Þau bjuggu í nokkur ár á Hólabæ en fluttust þaðan til Blönduóss og síðan til Sauðárkróks árið 1928 þar sem þau bjuggu síðan og stundaði Gísli þar lengst af daglaunavinnu. Hann var afar snjall hagyrðingur og komu út eftir hann þessar ljóðabækur: Ljóð (1917), Nokkrar stökur (1924), Ljóð 1929, Heiman úr dölum (1933), Á brotnandi bárum (1944). Sú bók var endurprentun fyrri bóka hans ásamt nýjum ljóðum. Inngangsorð fyrir þeirri bók skrifaði Jón Pálmason. Síðasta ljóðabók Gísla var Í landvari (1960) og skrifaði Rósberg G. Snædal formála fyrir henni. (Heimildir: Skagfirzkar æviskrár 1910–1950, IV., bls. 50, og ljóðabækur skáldsins). ↑ MINNA