Á Norðurárdal | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Á Norðurárdal

Fyrsta ljóðlína:Ég reið um nótt upp Norðurárdal
bls.16
Viðm.ártal:≈ 0
Ég reið um nótt upp Norðurárdal
það nöldraði golan í fjallasal.
Ég ætlaði að koma að Kirkjubæ um kvöldið
þó fáa þekkti - og vita hvort Þóra vekti.
En bærinn var hruninn, á burtu allt
ég beið ekki lengi, mér var svo kalt
og áfram ég hélt og orti ljóð
þó örðugur biði hjalli
á köldu Kolugafjalli.