Breiðhent eða breiðhenda | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Breiðhent eða breiðhenda

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:ABAB
Bragmynd:
Lýsing: Breiðhent eða breiðhenda er ferhendur háttur og er afar reglulegur. Allar línur hafa fjórar kveður og eru allar óstýfðar. Óbreyttur er hátturinn víxlrímaður og án innríms.
Breiðhent hefur aldrei verið mikið notaður rímnaháttur. Fyrsta dæmið um heila rímu undir breiðhendum hætti er í Salómonsrímum síra Jóns Magnússonar í Laufási (1601–1675). Hátturinn var svo lítið notaður fyrr en Sigurður Breiðfjörð (1798–1846) endurvakti hann sem rímnahátt.

Dæmi

Ofar stend ég efstu grösum,
allt hið græna land er horfið,
hreggsins þjöl í hörðum snösum
hefur gneypar myndir sorfið.
Jón Helgason prófessor (1899–1986), Á fjöllum: Fyrsta erindi.

Ljóð undir hættinum

Lausavísur undir hættinum