Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Dísa á Felli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Dísa á Felli

Fyrsta ljóðlína:Úti um grænan byggðarboga
Bragarháttur:Breiðhent eða breiðhenda
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Úti um grænan byggðarboga
bæi grillir, hóla og múga,
meðan norðurljós í loga
lágnótt djúpa gulli brúa.
2.
Fljótið speglar fleti gljáum
fjöllin, skýin, stjörnuljósin,
bugðast hægt í hlykkjum smáum,
hverfur loks í fjarðarósinn.
3.
Marrar hljótt á malarsandi.
Mjúkleg spor á elfarhleinum.
Ýtt er báti út frá landi,
urgar kjalarjárn á steinum.
4.
Dísa á Felli fer í bátinn,
fljóta lætur niður ána.
Dísa snöktir . . . Gegnum grátinn
glóir brún á hálfum mána.
5.
Dísa á ævi ósköp þunga.
Unnustinn, sem var hjá smiðnum,
fældist kvak um klerk og unga,
– kom sér brott að degi liðnum.
6.
Og í bátnum svölun sinna
sorga hún leitar, vot um brána,
oft, er hálfur, meira og minna,
máninn skimar niðr á ána.
7.
Dísu eltir ólán bara,
en við bátsferð léttir grátnum.
. . . Þar til hún á heimsborgara
hæfan til að stýra bátnum . . .