Kolfinna | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kolfinna

Fyrsta ljóðlína:Lýsti selið sólarbjarmi
bls.20
Bragarháttur:Breiðhent eða breiðhenda
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Lýsti selið sólarbjarmi.
Senn var þornuð dögg af greinum.
Kolfinna með kæfðum harmi
kveikti eld í hlóðarsteinum.
2.
Loginn birti lífsins veldi.
Létt um vangann féllu tárin.
Hún var brennd af öðrum eldi,
ekki vildu gróa sárin.
3.
Átti hún gnægð af ástaföngum,
öll sem brunnu fyrr en varði.
Hraðar barðist hjartað löngum
Hallfreð þegar bar að garði.
4.
Var hann ljós í huldum hörmum
heimur þó að frelsi gæfi.
Enginn hafði hlýrri örmum
hana bundið fyrr um ævi.
5.
Vinnur einn og annar tapar,
ennþá skeður margt í leynum.
Sorg og yndi ýmsum skapar
ástin, sem er fædd í meinum.
6.
Sumarstund ei staðar nemur.
Stjörnur brosa á himinhveli.
Hallfreður að kvöldi kemur.
Kolfinna er enn í seli.