Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Staðtölur

112 ljóð
1217 lausavísur
362 höfundar
174 heimildir

Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Umsjón: Héraðsskjalasafn Árnesinga

Nýjustu skráningarnar

16. aug ’22
31. jul ’22

Vísa af handahófi

Þegar höldum hátt til fjalla
hugur léttist andinn kætist.
Lítum jökla skína skalla,
skeður þá að draumur rætist.
 
Hérna fjarri glysi og glaumi
gleymist allt er huga þjakar.
Fyrri oft í fleygum draumi
ferðahömlur reyndust slakar
 
Fákar spretta úr spori léttir,
spyrna þétt er roku taka.
Þýðir, vakrir, þolnir, nettir,
þá er létt að hugsa og vaka.
 
Oft þú munt í anda líta
öræfanna tign og veldi.
Trautt mun böndin tryggða slíta
teygar úr fleyg af sjafnar eldi.
 
Þó að brott sé haldið héðan,
heilla fjalla töfrar glæstir.
Þó líði á ævi, munu meðan
mínum huga standa næstir.
Ívar Kristinn Jasonarson, Vorsabæjarhóli