| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12
Viðm.ártal:≈ 1930–1960


Tildrög

Karólína (Líba) yrkir um hesta sína.
Úti hrakinn í eyju
Usli í þorramuggu,
bítur söl fyrir sætan
sopa og græna tuggu.

Bungar við bakka langan
bingur af fjöruþangi.
Bangar með bela svangan
Blængur í éljagangi.