BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Staðtölur

2710 ljóð
2017 lausavísur
673 höfundar
1074 bragarhættir
627 heimildir

Bragi

Útgefandi:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Ritstjóri:
Haukur Þorgeirsson

Nýjustu skráningarnar

15. nov ’21
15. nov ’21

Vísa af handahófi

Þetta kvöld er mér í minni;
man ég varla þvílíkt rall;
það skal vera í síðsta sinni
sem ég fer á píuball.
Pétur Ólafsson hattari

Bragarháttur af handahófi

Dæmi: Rímur af Flóres og Leó – níunda ríma
1 Máls um teiga mansöngs bagan má nú renna,
afhent mega allir kenna.
 
2 Raddar smugur reyndar gjörast nú róma bágar,
skelfist hugur við listir lágar.
 
3 Lánið fá þeir lœra bókar listir snjallar,
musicam og menntir allar.
 
4 Hafa klár sér hyggindin fyrir hvarma sólum,
þeir margt eru ár í meistara skólum.
 
5 Gefa til rœmda gull og garða, góssið hrönnum,
so verði að sœmdar vildis mönnum.
 
6 Þegar að mönnum minnkar heimska máls um polla,
í virðingunum vilja tolla.
 
7 Menntir lœgri meiri er von þeim muni til falla,
á hvörju dœgri i heimsku falla.
 
8 Í áhuga ströngum ár og dag þeir eru méð nauði
safna löngum litlum auði.
 
9 Auðs hjá grundum ung með börn um álfur byggja
nauma stundum nœring þiggja.

Bjarni Jónsson Borgfirðingaskáld