Sólbráð í maí. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sólbráð í maí.

Fyrsta ljóðlína:Sumar, sumar! sól og yl
bls.248-249
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Kvæðið birtist fyrst í Nýjum kvöldvökum 5. og 6. tölublaði 1917 og nefndist þá Sólbráð í maí og er því heiti haldið hér.
Að Sumarmálum
Frá unglingsárum höfundar

1.
Sumar, sumar! sól og yl
sendir þú um holt og móa.
Glæðir allt sem enn er til
eftir napran vetrarbyl.
Bræðir klakans kalda þil,
kveikir líf um um hól og flóa.
Sunnan yfir hrannahyl
heilsa okkur vor og lóa.
2.
Vetrarharkan valdagjörn
víkja skal úr dalnum breiða.
Þeyrinn bræðir helköld hjörn.
Hlakkið sumri, ungu börn.
Uppi í hlíð og inn við tjörn,
út við sjó og fram til heiða,
á sér myrkrið enga vörn,
út það skal til heljar leiða.
3.
Nema að inn við einhvers barm
eigi það sér staði forna.
Búi þar um beiskan harm,
breiði sig á dulum hvarm.
Þótt við hefðum efldan arm
enginn má við sköpum sporna.
Bezt að dylja blakkan farm,
bíða svo, ef kynni að morgna.
4.
Yfir landsins hlíð og hól
heldur vor á norðurleiðir.
Birtugjafi, blessuð sól,
beygir fyrir norðurpól.
Veltur áfram æfihjól,
ýmist veginn þrengir, greiðir.
Þrá og dáð, sem æskan ól,
út á sviðið hugan seiðir.