Í Hróarstungu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í Hróarstungu

Fyrsta ljóðlína:Eina stöku austanlands
bls.249–250
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Eina stöku austanlands
í árdagsskini
vildi eg helga hróðrar vini
honum Páli Ólafssyni.
2.
Engum hefur léttar leikið
ljóðaglingur.
Ennþá lifir eftir slyngur
austurlenskur hagyrðingur.
3.
Sumir skrifa ljóð og leiki
í löngu máli.
Sumir brenna Sjafnar báli.
Svona var það eins hjá Páli.
4.
Finnast munu í Fljótsdalssveitum
fljóð og drengur,
sem að yrkja — eins og gengur —
ástarvísur drjúgum lengur.
5.
Vakað getur vísnamál
á vori nýju
þegar leika á ljóðagígju
lífsins raddir vonarhlýju.