Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Vikivakar í gleðivöku 3

Vikivakar í gleðivöku

VIKIVAKAR Í GLEÐIVÖKU
Fyrsta ljóðlína:Eitt með æðstu gæðum
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Vikivakar
Annar kveður svo

Mörg er frúin fögur að sjá
sem flúr og skartið ber.
Henni kýs eg helst að ná
sem hegðar vel sér.


1 Eitt með æðstu gæðum
eg hefi numið í fræðum
gefist af himna hæðum,
þeim hlýða drottins ræðum,
linar meini og mæðum;
mun það kvinnan dyggðahá,
henni kýs eg helst að ná;
lífgar í öllum æðum
andlegt heilsu fér.*
Henni kýs eg helst að ná
sem hegðar vel sér.

2 Hafi hún hylli sanna
hæsta, guðs og manna,
hópinn hannyrðanna,
sem hamingjustiginn kanna,
lyst til iðjuanna,
og auðsveipt geð við manninn þá
henni kýs eg helst að ná.
Hvað mun svoddan svanna
samlíkjandi hér?
Henni kýs eg helst að ná
sem hegðar vel sér.

3 Sé þá farfinn fríði,
fagur á motrar hlíði:
ást við auma lýði
og alls siðgæðis prýði.
Lundin sterk, þótt stríði
stór mótlætis bylgjan á,
henni kýs eg helst að ná.
Af þeim fárið flýði,
sem fengi’ hana heim með sér.
Henni kýs eg helst að ná,
sem hegðar vel sér.

4 Þótt kynni‘ eg fyrstur fanga
á fegurðar rósum ganga,
lifa við ilm og anga
um ævina mína langa,
laus við stríðið stranga
og styðjast heimsins gæðin á,
henni kýs eg helst að ná;
hennar hýra vanga
heldur tek eg að mér.
Henni kýs eg helst að ná,
sem hegðar vel sér.

5 Svo skal hróðri halla
um hrundir Fýrisvalla
sem dyggðaaukning alla
elska um sinnu palla.
Þær fyrir fári og galla
frelsarinn góður himnum á.
Henni kýs eg helst að ná
og* leiði í ljóssins mjalla
þá lífsins ævin þver.
Henni kýs eg helst að ná,
sem hegðar vel sér.


Athugagreinar

1.9 fér: fjör.