Vikivakar í gleðivöku | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vikivakar í gleðivöku 2

Vikivakar í gleðivöku

VIKIVAKAR Í GLEÐIVÖKU
Fyrsta ljóðlína:Veröldin fögur þóknast þjóðum
bls.216–217
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Vikivakar

Svo kveður stúlkan
Heims glysið góða
svo geðlega fer,
við það flokkurinn fljóða
svo fast heldur sér.
Sæl er seims tróða,
sú vel gift er.
1.
Veröldin fögur þóknast þjóðum
þegar hún tærir báruglóðum,
feykir gulli úr sælusjóðum
og setur upp farfann rjóða,
> með heims glysið góða,
stígur dans með háum hljóðum
við hrund og málmagrér.
> Sæl er seims tróða,
> sú vel gift er.
2.
Öllum færir hún augna glampa,
oft tilreiðir skæran lampa,
skrykkjótt gjörir höldum hampa
í handaburðinum óða,
> með heims glysið góða.
Þann gjörir stundum troða og trampa
er tók hún* fyrri’ að sér.
> Sæl er seims tróða,
> sú vel gift er.
3.
Hennar blíðan, hvað sem veldur,
hefir mér geðjast ekki’ að heldur;
oftlega sá eg einn var felldur,
þá öðrum gjörði’ hún bjóða
> þ[að] heims glysið góða.
Hann er víst í háfinn seldur,
sem hennar stiginn fer.
> Sæl er seims tróða,
> sú vel gift er.
4.
Hefi’ eg því fast í huganum bundið
a[ð] horfa á mann og dyggðasprundið,
þótt ekki hafi ærinn fundið
auðinn veraldarslóða
> né heims glysið góða,
þau sem lukku sætlegt sundið
sætlega stefna hér.
> Sæl er seims tróða,
> sú vel gift er.
5.
Þetta’ er lífið lukku nægra
og ljúfum drottni miklu þægra,
að eiga sér við arminn hægra
ektamanninn fróða
> en heims glysið góða.
Það mun stytta stundir dægra
og stofna heilla ker.
>Sæl er seims tróða,
> sú vel gift er.
6.
Þótt dómurinn minn sé drósum leiður,
dreg eg ei frá þeim skart né heiður.
Flúrið vænt og farfinn greiður
fyrnist í veraldargróða
> og heims glysið góða.
Kýs eg samt í hjúskaps hreiður
hollt að víkja mér.
> Sæl er seims tróða,
> sú vel gift er.
7.
Sný eg óð að ungum manni,
auðnustiginn bið eg hann kanni,
villist ekki’ í veraldar ranni
þótt vilji að honum flóða
> það heims glysið góða.
Honum fylgi siðugur svanni
í sæng, þá óska fer.
> Sæl er seims tróða,
> sú vel gift er


Athugagreinar

2.7 hann í handriti Thott 473 4to.
5.7 ker: kjör.