Valdimar K. Benónýsson Ægissíðu Vatnsnesi 1884–1968
FIMM LJÓÐ — 83 LAUSAVÍSUR
Valdimar Kamillus var fæddur á Kambshóli í Víðidal í Vestur Húnavatnssýslu 1884, sonur Benónýs Jónssonar og Jóhönnu Guðmundsdóttur. Hann ólst upp á ýmsum bæjum í Húnaþingi. Bjó á Vatnshóli í Víðidalstungusókn en lengst bjó Valdimar á Ægissíðu á Vatnsnesi og er jafnan kenndur við þann bæ.