Kveðið um Heklugos | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kveðið um Heklugos

Fyrsta ljóðlína:Heyrast dunur, Hekla gýs
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Heyrast dunur, Hekla gýs
hrika-bruna mökkur rís
Voldug Hruna-dansa-dís
dustar funans refsihrís.
2.
Heljar-rauma hrikta sköll
hrindir draumum þjóðin öll.
Hraunsins krauma fossaföll
fram í straum um Rangárvöll.
3.
Ysju hroðinn hæðum nær
hann má skoða löndum fjær.
Undrum voðinn öllum fær
elds þar goð í reiði slær.
4.
Gín við öllum gífurverk
gróðurspjöll um héruð merk.
Hóstar trölla hryglan sterk
hamrastöllum báls úr kverk.
5.
Öskukynngis eftir dag
allt í kring er svartaflag.
Íslendinga hátt um hag
Hekla syngur rammaslag.