Páll Vídalín Jónsson 1667–1727
TVÖ LJÓÐ — 41 LAUSAVÍSUR
Páll var sonur Jóns Þorlákssonar í Víðidalstungu og konu hans, Hildar Arngrímsdóttur lærða. Páll lærði í Hólaskóla og síðar í Kaupmannahöfn. Páll var skólameistari í Skálholti 1690–1696. Hann vann með Árna Magnússyni við að kanna hagi Íslendinga og skrá hina miklu jarðabók á árunum 1702 til 1713. Hann varð lögmaður 1705 en var afsettur 1713. Hann fékk svo lögmannsembætti aftur með hæstaréttardómi 1716 og hélt því til dauðadags. Páll þótti eitt besta skáld sinnar tíðar og einkum urðu lausavísur hans fleygar. Vísnakver Páls lögmanns Vídalíns kom út í Kaupmannahöfn 1897. Jón Þorkelsson sá um útgáfuna og birti fremst í bókinni ritgerð Grunnavíkur-Jóns Um þá lærðu Vídalína.