Káinn (Kristján Níels Júlíus Jónsson) 1860–1936
TVÖ LJÓÐ — 43 LAUSAVÍSUR
Káinn fæddist á Akureyri 1860, sonur Jóns Jónssonar járnsmiðs og konu hans, Þórunnar Kristjánsdótur frá Dvergstöðum. Á Akureyri ólst hann upp til þess er hann missti móður sína, 14 ára gamall, en þá fór hann til móðurbróður síns, Davíðs Kristjánssonar bónda á Jódísarstöðum og var hjá honum uns hann flutti til Ameríku 18 ára gamall árið 1878. Þar vestra bjó hann lengst af í Norður- Dakota. Hann var þar jafnan í vinnumennsku og ýmsu því er til féll. Hann var skemmtinn og sá lífið og tilveruna jafnan í kímilegu ljósi eins og fjölmargar vísur hans bera vott um og er hann án nokkurs vafa þekktasta íslenskt kímniskáld í Vesturheimi. Káinn kvæntist aldrei og dó barnlaus.