| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Kýrrassa tók eg trú

Bls.159
Flokkur:Gamanvísur


Tildrög

Tildrög eru sögð þessi: „Eitt sinn var trúboði nokkur íslenzkur á ferð á Mountain, og segir sagan, að það hafi verið Jakob Mormónapostuli, er svo var nefndur. Kom hann á bæinn, þar sem K. N. var vinnumaður, og var vísað til hans út í fjós, en hann var þá einmitt að moka flórinn. Flutti trúboðinn honum boðskap sinn af mikilli andagift, en K. N. hélt þegjandi áfram mokstrinum. Loks krafðist trúboðinn þess, að K. N. gerði honum grein fyrir trú sinni, fyrst hann daufheyrðist þannig við kenningu hans. Mælti K. N. þá fram vísu þessa af mikilli alvöru.“

Skýringar

Undir vísunni stendur í heimild: „Annað vísuorðið er einnig þannig í sumum uppskriftum: „Trú þeirri held eg nú“, og til munu vera fleiri útgáfur af því. Einnig mun það rétt til getið hjá dr. Sigurði Nordal, að K. N. hafi haft í huga nafnið á bæklingi einum, sem út kom á Akureyri 1859 og hét „Leiðarvísir til að þekkja einkenni á mjólkurkúm“, en gekk í daglegu tali undir nafninu „Kýrrassabókin“ vegna myndanna sem í honum voru.“
Kýrrassa tók eg trú,
traust hefir reynst mér sú.
Í flórnum því fæ eg að standa
fyrir náð heilags anda.