Hjalti Haraldsson 1917–2002
SEX LJÓÐ — SJÖ LAUSAVÍSUR
Hjalti er fæddur 6. des. 1917 á Þorleifsstöðum i Svarfaðardal, sonur Haraldar Stefánssonar og Önnu Jóhannesdóttur. Flutti ungur ásamt fjölskyldu sinni í Ytra-Garðshorn i sömu sveit og ólst þar upp í fjölmennum systkinahópi. Tæplega tvítugur hélt Hjalti til til Akureyrar til iðnnáms, en sýktist þá af berklum og var lagður inn a Kristneshæli, þar sem hann dvaldi samfleytt i þrjú ár. Hann náði heilsu, má segja á undraverðan hátt og fékk starf sem farkennari í Saurbæjar- og Öngulstaðahreppi. Eftir það settist hann í bændaskólann á Hólum, MEIRA ↲
Hjalti er fæddur 6. des. 1917 á Þorleifsstöðum i Svarfaðardal, sonur Haraldar Stefánssonar og Önnu Jóhannesdóttur. Flutti ungur ásamt fjölskyldu sinni í Ytra-Garðshorn i sömu sveit og ólst þar upp í fjölmennum systkinahópi. Tæplega tvítugur hélt Hjalti til til Akureyrar til iðnnáms, en sýktist þá af berklum og var lagður inn a Kristneshæli, þar sem hann dvaldi samfleytt i þrjú ár. Hann náði heilsu, má segja á undraverðan hátt og fékk starf sem farkennari í Saurbæjar- og Öngulstaðahreppi. Eftir það settist hann í bændaskólann á Hólum, útskrifaðist sem búfræðingur 1944. Þar kynntist Hjalti konu sinni, Önnu Sölvadóttur frá Mikla-Hóli í Viðvíkursveit og þau byrjuðu búskap á Litla-Hamri í Eyjafirði (1945-´50), en fluttu þaðan í Ytra-Garðshorn. Var þar heimili þeirra upp frá því. Börnin þeirra eru átta talsins, afkomendur komnir á sjötta tuginn.
Auk bústarfa sinnti Hjalti kennslu um árabil við Húsabakkaskóla. Hann var oddviti í Svarfaðardalshrepp 1964-´74 og sat á Alþingi um stundarsakir sem varamaður fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri mann. Var meðal annars stofn- og heiðursfélagi í bæði Golfklúbbnum Hamri og Kiwanisklúbbnum Hrólfi.
" Hjalti var góður félagi, glaður, söngvinn og fljúgandi hagmæltur. Bræðurnir í Garðshornunum tveimur sungu mikið saman, oft í kvartett og komu stundum fram á skemmtunum í sveitinni.
Söng Hjalti í Karlakór Dalvíkur fram yfir áttrætt.
Hjalti var um margt litríkur maður, áræðinn og hugkvæmur. er hallaði undan fæti í loðdýrabúskap datt honum í hug að bjóða áhugamönnum land undir golfvöll á jörð sinni og varð þar til hinn ágæti Arnarholtsvöllur. Þar með var Golfklúbburinn Hamar stofnaður.
Fáa menn hef ég þekkt, sem var gefið að lifa lífi sínu jafnvel í samræmi við hina fornu lífsreglu Hávamála: "
Glaður og reifur
skyli gumna hver,
uns sinn bíður bana. (" Júlíus J. Daníelsson ") ↑ MINNA