Hólmfríður María Benediktsdóttir | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Hólmfríður María Benediktsdóttir 1840–1930

SEX LJÓÐ — SEX LAUSAVÍSUR
Hólmfríður María Benediktsdóttir var fædd að Hömrum nálægt Akureyri 27. nóvember 1840. Hún missir föður sinn ung og móður sína rúmlega tvítug. Flækist sem vinnukona um Þingeyjarsýslu en er titluð vinnukona á Urðum í Svarfaðardal frá 1884. Á Urðum voru um tíma þrjár konur sem hétu Fríða Litla Fríða, Stóra Fríða og Hólmfríður sem fékk viðurnefnið Fríða gamla sem breyttist síðar í Gamla. Gamla fluttist að Hofi í Svarfaðardal á gamalsaldri 1925 með einu af þeim börnum sem hún hafði gætt á Urðum, Arnfríði Sigurhjartardóttur og manni hennar Jóni Gíslasyni. Hún lést á Hofi árið 1930.

Hólmfríður María Benediktsdóttir höfundur

Ljóð
Fermingarljóð ≈ 1925
Friðrika Haraldsdóttir, Ytra-Hvarfi ≈ 1925
Jólavísa ≈ 1925
Kári minn ≈ 1900
Ljóð án heitis ≈ 1900
Tobba og Týri ≈ 1900
Lausavísur
Björt og rjóð blíð og góð
Ertu kominn Ari minn
Gulls mig tróða gladdi hér
Magga blómann besta ber
Þorbjörg Anna Arnfríður
Þú ert skrýtin Þorbjörg mín