| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15

Magga blómann besta ber

Flokkur:Mannlýsingar


Um heimild

Kom með gögnum Norðurslóðar


Tildrög

Vísur ortar af Hólmfríði um Margréti Jóhannesdóttur (f. 1913) frá Sandá. Margrét var um tíma á Hofi árinu 1925 og orti þá Hólmfríður hluta af þessum vísum. Sumar þeirra síðar eða á árabilinu 1925 - 1930
Magga blómann besta ber
blíð og fróm er lundin.
Fögrum sóma sveipuð er
sævar ljóma hrundin.

Þú ert hvorki stygg né stríð
strandgulls fjærri kala
þú  ert æ í orðum blíð
er eg við þig tala.

Á þér skartar æði margt
um það djarft eg ræði snarpt
Yndið bjart og eðlis art
og æsku hjarta þegi hart.

Vaxtarhá í bragði blíð
bægir frá mér kala
Vígagnáin viðmóts þíð
við mig náir tala

Yfir þér vaki auðnan fín
ei þó sakar nokkur pín
Sinnisspaka silki lín
svona er stakan  nín til þín.

Sárt mig langar sveigaspanga
að sofa  vanga þínum hjá
Á kodda einum ekki í leinum
ástin hrein því valda má.

Ef ást þín hreina er mér veitt
ekki leynist þokkinn
þig eg eina elska heitt
eðalsteina dokkin.

Sólarbirtan silki rein
sig á veg þinn breiði
Foreldra að húsum heim
höndin guðs þig leiði.