Ávarp til „Freyju“; | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ávarp til „Freyju“;

Fyrsta ljóðlína:Burt með þig til fjandans, Freyja
bls.251
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) AbAbccDD
Viðm.ártal:≈ 1850
Burt með þig til fjandans, Freyja,
flæmd og hýdd úr landi hér,
innan um þig góla og geyja
gráðugir skolla hvolparnir,
svívirðingar saurugt hrat,
Serberus þá við þér gat.
Í grútarmeltu grind þín rotni.
Gjóttu á Niflheims forarbotni.