Áns rímur bogsveigis – þriðja ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Áns rímur bogsveigis 3

Áns rímur bogsveigis – þriðja ríma

ÁNS RÍMUR BOGSVEIGIS
Fyrsta ljóðlína:Brögnum gjörði eg Berlings skip
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1400
Flokkur:Rímur

Skýringar

Sjá fyrirvara í upplýsingum um heimild.
Byggt á prentaðri útgáfu Ólafs Halldórssonar en stafsetning hefur verið samræmd.
1.
Brögnum gjörði eg Berlings skip
byggt af mærðar okri
fyrðar kalla fríðan grip
fest með orða lokri.
2.
Vífin tala í vizku þey
varð mér slíkt til rauna
eiga skulu vær Austra fley
og angri í móti launa.
3.
Sorgum launar sætan kær
suðra fríðan nökkva
ekki skal mér orð við þær
enn að helldur stökkva.
4.
Þá hef eg efnað orða smíð
að engi hirðir biðja
kvinnan lifi nú kát og blíð
kemur til vísan þriðja.
5.
Án var genginn upp frá hlé
íþrótt marga kunni
verða frá eg um vaxið tré
vísu honum að munni.
6.
Vel þér selja víði nær
vaxinn laufi góða
þá munu drjúpa dygðir þær
og detta niður fyrir róða.
7.
Mart skekr á þig morginregn
mun só skýrt í rímu
enn eg verð að þýðum þegn
þreyja dag sem grímu.
8.
Bróðir heyrði boðna vess
og biður hann ekki sýta
eigi skaltu þurfa þess
þér vil eg sverði býta.
9.
Sorga eg eigi að sverði þín
svaraði Án enn megni
það eru eigi orðin mín
að öðrum þreyr eg þegni.
10.
Katli naraði konungs segg
kyndug orð að stringa
jafnan var þar alr í vegg
Áni sneið að stinga.
11.
Kyndugur villdi kesju Freyr
kallmannz ástir þiggja
glópur þessi að garpi þreyr
og girnizt með honum að liggja.
12.
Þreyr eg helldur þá kvað Án
að Þóri bróður mínum
buðlungsson með brandinn frán
bana mun vallda þínum.
13.
Ægis hestar út með lið
ótt úr höfnum renndu
unz að Fyrða fylki við
frá eg að gunnar lendu.
14.
Lögðu saman á laxa grund
langan flota og víðan
þar hafa ýtar Úlfa sund
jafnan kallað síðan.
15.
Ingjalld talaði ýta við
allir skylldi herja
Úlfar bjóða engan frið
og ætla land að verja.
16.
Þar var mjöðr og mungát snart
mönnum gefið að drekka
sækjum fram kvað sjóli hart
og sigrum þessa rekka.
17.
Án tók horn og yrkir snjallt
öflum vargi bráða
verða skal élið vigra kalt
víst ef eg má ráða.
18.
Eigi ber sá egg og rönd
einn í flokki mínum
að þú gengur æðra hönd
Án með skeytum þínum.
19.
Kappar þínir kosti magns
kóngr í éli spjóta
það kemur ekki þér til gagns
þó að eg kunni að skjóta.
20.
Skjölldungs lið frá skeiðum ferr
skreyttir gríðar sóti
úlfar koma og óvígur herr
ofan af landi í móti.
21.
Kóngsins ferð er komin á leið
og kanna landið iljum
Án bogsveigir út á skeið
aptur liggr á þiljum.
22.
Þórir segir að þessi skamm
þung megi næsta heita
þorir þú ei við Þundar glamm
þínum kóngi að veita.
23.
Bróðir svarar og blés þá við
berr oss mart til rauna
þóttu veitir þengil lið
þér mun hann illa launa.
24.
Þórir hleypur þegar á land
þegnar búast að stríða
þar má líta brugðinn brand
brakar í skjölldum víða.
25.
Án nam líta upp og sér
örva flaug og spjóta
það mun ráð að reyna hér
hvað rekkrinn kann að skjóta.
26.
Nú er hann kominn í nokkurn skóg
að neyta sinnar prýði
þar var óp og eggjan nóg
ölldin hvórgi flýði.
27.
Stóð á einum stofni drengr
stynr í Hamdis serkjum
Úlfur framm með afli gengr
undir sínum merkjum.
28.
Það skal gjöra sem þykkir best
þessum kóngi illa
en þó samir það sýnu vest
sjálfs síns bræðrum spilla.
29.
Listar maðr í laufa gjóst
leitar vargi verðar
Úlfi skaut hann ör fyrir brjóst
og út í gegnum herðar.
30.
Ör nam staðar í einum kjör
Án tók dverga smíði
fyrða klauf enn fráni dör
frá eg só dagrinn líði.
31.
Ekki vissi Ingjalld þá
hver Úlf hefir skotið í gegnum
kóngrinn vill eð kvelldar á
koma til skips með þegnum.
32.
Þetta mætti segjast sjálft
svaraði Án ef vissi
nú hafa ýtar unnið hálft
um Ingjallds bræðra missi.
33.
Annan dag sem áður fyrr
ýtar gengu að stríða
afreks maður við æginn kyrr
eptir gjörir að bíða.
34.
Garprinn neðan frá gærði enn
gjörir í skóg að reika
þar sem Úlfr og Ingjallds menn
áttu harða leika.
35.
Sá mun kóngi synja auðs
er sendir stálið bjarta
annann skaut hann Úlf til dauðs
ör stóð föst í hjarta.
36.
Úlfur fjell en Ingjallds menn
áttu að hrósa sigri
flótti brast á fyrðum enn
farinnv ar máttrinn digri.
37.
Þá var líkið lofðungs dáns
lagið á mótvöll þenna
skatnar máttu skeyti Áns
í skjöllungs sári kenna.
38.
Undir sig hefir Ingjalld lagt
eignir bræðra tveggja
hryggist mart eð heim var sagt
helslag þeirra beggja.
39.
Millding tæmdist margur baugr
mungát lét til reiða
þá var orpinn Úlfa haugr
allt við sundið breiða.
40.
Ingjalld kóngur ei var trúr
Án bað til sín kalla
sá hefir borið í sverða skúr
sigur fyrir garpa alla.
41.
Fengið hefir hann fríðan hest
fjarri kóngsins mönnum
garpar tóku að greina flest
grams af orðum sönnum.
42.
Eigi kem eg til Ingjallds nú
af er hin bezta tálga
ei er betri ombon sú
ætlar hann mér gálga.
43.
Hittu kónginn hetjur þær
og hermdu það er sagði
Án gat þessu öllu nær
illr og slægr í bragði.
44.
Þórir talar við þengil snelldr
þýðan tók að vína
villdir þú nú hefna helldr
hann drap bræður þína.
45.
Hefði Án sem annað lið
upp frá skeiðum gengið
drepið þá bræðr og dugað oss við
dýran sigrinn fengið.
46.
Gjarna hefði eg þakkað það
þá með heiðri ríkum
nú er það ljóst hann leyndist að
lymsku verkum slíkum.
47.
Fyrir það verk að vópna ruðr
vóra bræður felldi
útlægur skal austr og suðr
um allt mitt ríki og velldi.
48.
Karl er hér segir kóngr í bygð
kompán minn enn forni
far til hans eð framdi dygð
og flyt þér aptr að morni.
49.
Ketill gekk þá frá kóngsins skeið
kappinn engi varði
bær varð þá fyrir bauga meið
og bóndi útí garði.
50.
Kotbæ átti kallinn sá
kelling hans réð þjóna
Drífa heitir dregla Ná
dóttir þeirra hjóna.
51.
Öll eru þau við gestinn glöð
og gjörðu það með teiti
bóndinn spyrr sá býður löð
burgeismann að heiti.
52.
Án bogsveigir er mitt nafn
ýtum vakteg dreyra
fáir eru mér að frækleik jafn
sem flestir mega nú heyra.
53.
Eg gekk framm í ímu snart
ölldin þessa kenndi
skræfan hafði sú skjalaði mart
skeytið Áns í hendi.
54.
Katli er fenginn kostr og drykkr
kemr hann inn í skála
er sjá hin djarfa dóttir ykkur
drós kvað fleygir stála.
55.
Hún er kvað kellinn okkart jóð
ung og lítils máttar
vel líst mér á vænlegt fljóð
við skulum saman þegar náttar.
56.
Eg vil hér á allan hátt
æru og heiður þiggja
meyjan skal hjá mér í nátt
í miðri hvílu liggja.
57.
Það er mér seggrinn síst í geð
að selja hana só illa
gilldari hafa nú gengið með
þótt gjörðist hún mín frilla.
58.
Þar kom Án við ærinn móð
er aptni þessum hallar
hetjan út hjá hurðu stóð
og heyrði ræður allar.
59.
Síðan var þar drepið á dyrr
af djörfum hringa veiti
þræll kom út og í þenna spyrr
þegar hinn komna að heiti.
60.
Hann kveðst Án af öllum kenndr
Ingjallds var eg með þegnum
þá var broddr af boganum sendr
bræður kóngs í gegnum.
61.
Þetta er undra ána gangr
alldri kann að þrjóta
hér kom áðan hriki só langr
og hafði nafnið ljóta.
62.
Án nam þegar er opnast dyrr
inn í skálann ganga
bóndinn þegar að brögðum spyrr
og býður gisting fanga.
63.
Sitr á knakki Ketill við elld
og klæddur bjartri hringu
þegar var gleði af fýlu felld
og færði höfuð í bringu.
64.
Hefir þú mínu nafni nefnst
njótur talaði skjallda
margur hefur fyrir minna hefnst
en mun eg þér eiga að gjallda.
65.
Gjörði eg mér til gamans kvað þræll
að ginna bauga stilli
öllu skaltu Ánn minn sæll
okkar ráða í milli.
66.
Þá hef eg eina íþrótt lært
er ýtar kalla fræga
ef brögnum er við brúði kært
bragsemi þeirra að hægja.
67.
Brosti eg að þú beiddist fá
bóndans dóttur vilja
eg skal lofa þig lækning þá
þig lystir önga að gilja.
68.
Tók í hendr á drýtnum dreng
og dregr hann út úr skála
Þundar geymi hinn þriðja feng
þellan Iðja mála.