Áns rímur bogsveigis – fjórða ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Áns rímur bogsveigis 4

Áns rímur bogsveigis – fjórða ríma

ÁNS RÍMUR BOGSVEIGIS
Fyrsta ljóðlína:Nú skal gjöra að gömlum sið
Bragarháttur:Samhent eða samhenda (alhent, ferstikla, stikla)
Viðm.ártal:≈ 1400
Flokkur:Rímur

Skýringar

Sjá fyrirvara í upplýsingum um heimild.
Byggt á prentaðri útgáfu Ólafs Halldórssonar en stafsetning hefur verið samræmd.
1.
Nú skal gjöra að gömlum sið
ganga út um sorgar hlið
kallsa ekki um kvenna lið
só kurteis skálldin styggist við.
2.
Afmors menn þótt angri pín
ekki kemur það stórt til mín
þann veit gjörst um þorna Lín
þvingar móður er kemur til sín.
3.
Só er nú margur mansöngs smiðr
mjúkan dikt að auka viðr
láti þér eigi leggjast niðr
listug orð ef kvinnan biðr.
4.
Skreyti orð um skarlaz Bil
skálldin ung að nóg eru til
enn eg brögnum bjóða vil
af bögunum Áns eð fjórða spil.
5.
Þann skal fylla fræða stút
fílan beið af Áni sút
döglings mann fyrir dyrnar út
dregr hann rétt sem eiki bút.
6.
Só skal marka mellu ver
að megi þig kenna ölldin hver
þáttu kemr í þengils her
það man lengst að síðast er.
7.
Aulinn varð af Áni felldr
augað missti kappinn hrelldr
sárin tóku að svíða helldr
síðan var hann með hnífi gelldr.
8.
Seg þú þegar að sólin skín
sjálfum kóngi boðskap mín
gersemi þessa og góðgrip þinn
gelld eg honum fyrir bróður sinn.
9.
Kreikar nú með krankleik þann
Ketill til skipa og Ingjalld fann
reiður spurði hilmir hann
hver hefir gjört þig slíkan mann.
10.
Ánn er felldi Úlfa tvó
allan réð mig blóði þvó
bræður sagðist buðlung só
bæta þér sá garpa vó.
11.
Skræfan þín er skrauti firð
skríttu í burt ú rminni hirð
lúðrar burtu lyddan stirð
lítils góðs af öllum virð.
12.
Dögling þeim með dómi tjár
dauða Áns og kemur til vár
vinnr hann sjálfur sér til fjár
af silfri brenndu merkur þrjár.
13.
Árla dags er eyddist grið
Án fór í burt með þeirra lið
þvíað hann grunaði fylkis frið
fellir sér í skógi við.
14.
aðra nátt er allt í senn
Ingjallds sveit frá höllu renn
kveiktu elld só bærinn brenn
í burtu vóru þá allir menn.
15.
Síðan burt á saltan geim
sigldi kóngr og Þórir heim
húsa bæð að hjónum tveim
hann réð gjöra í skógi þeim.
16.
Þar var Án um þenna vetr
þikja mun só hjónum betr
húsa garð með heiðri setr
hagari mann til varla getr.
17.
Eigi varð af kallsi kvitt
klæði hans við sprundið hvítt
plagar hann að sér pilsið frítt
prófast niðr að ökla sítt.
18.
Kyrtil grænan kappinn sníðr
á kálfann frá eg að miðjan líðr
þriði er rauður vænn og víðr
vlala ofan að hnénu síðr.
19.
Síðan stakk úr söluvóð fær
sá tók Áni mitt á lær
brostu að honum brúðir þær
baugalundi gengu nær.
20.
Ferfalt kallar fljóðið kátt
fréttir hann að slíku brátt
hæðin seg mér hringa gátt
hvaðan er lognið úti þrátt.
21.
Kyrtill þinn er kæran miðr
kallsast hafa þau þanninn viðr
lygnir hann að lendum niðr
ljótr er yðvar klæða siðr.
22.
Kvinnan gefr og kappinn mætr
að kallsi þessu öngvar gætr
alla bíðu uppi lætr
eina hafa þau sæng um nætr.
23.
Vórið kemr en vetrinn leið
vaski mann í burtu reið
brúðir sýta bauga meið
bóndi gekk með honum á leið.
24.
Djarfr mun þess að dyljja hér
dóttir þín hefir barn með sér
það mun kæran kenna mér
kalla eg satt það fljóðið tér.
25.
Fæði sveinbarn silki Lín
sendið hann um land til mín
enn ef fljóðið falldar lín
fæðist upp í húsum þín.
26.
Gullhring einn með góðan sann
greiðig þér kvað afreks mann
sætu skaltu selja hann
son minn beri til merkja þann.
27.
Drengrinn vel fyrir Drífu bað
drósin grét eð vissi það
gera mé þessu ekki að
Án fór burtu þegar í stað.
28.
Skála búi á skógi lág
skundar Án um götuna þá
Gáran heitir garprinn sá
hann gjörði margan kvikan að ná.
29.
Gáran sér að giptu þraut
ganga mann um skógar laut
stigamaðr í skjölldinn skaut
skaptið Án af pílu braut.
30.
Örina lagði Án á streng
eigi varð hún missi feng
garprinn skaut af geslu þveng
í gegnum skjölld og hönd á dreng.
31.
Áni bauð þá Gáran grið
gjarna kveðst hann vilja frið
félagi vei mér fylgd og lið
fátt má okkur standa við.
32.
Án kvað mælt af öllum þá
að illi rmenn hafa ratast hér á
skatnar ganga í skálann svá
skrúð og varning mátti fá.
33.
Þar eru stórir steinar tveir
standa utar að veggnum meir
frængi Hængs eð fleygði geir
frétti að hvað skylldu þeir.
34.
Lyddan svaraði laufa Ygg
lundin hans var löngum dygg
þar hef eg reynt á rekka hrygg
ef ráðist hefir í glímann stygg.
35.
Annar steinn er hæri hér
hæfa mun sá allvel þér
ekki hefi eg hann ætlað mér
ansar hinn og treystir sér.
36.
Frá eg að þessi fýlan rög
frækin spurði Bjarnar mög
hvórt vill kappinn kænn við slög
kveikja elld eða sækja lög.
37.
Hér má þreifa um harka pilt
hetjan svaraði allvel stillt
vatn er hér að vakta illt
elldinn kveiki eg þegar þú vilt.
38.
Gyrðr er hann með góða sverð
garprinn leggur sér á herð
býr til elld og blæs með ferð
bóndinn hugsar starfa verð.
39.
Ei var grómlaus garpa sátt
Gáran reiðir sveðrið hátt
kappann hugði að kvista smátt
kemr í sverð og brast við hátt.
40.
Án nam spretta upp á fætr
anzar þanninn karprinn mætr
illsku þína uppi lætr
ekki muntu trúr um nætr.
41.
Boð þín eru ei bóndi hrein
bjóða viltu gestum mein
því muntu í glímu grein
gista verða enn hærra stein.
42.
Gengust að sem glímdi tólf
grimmlega só jörðin skólf
skjallda Týr á skylt við Hrólf
skála búi var hraktr um gólf.
43.
Allrar hafði auðnu misst
Áni varð í glímu list
fallið er nú fanti víst
fæti stingr hann honum á rist.
44.
Olboga setr í bringu bein
brýtur hrygginn aptr um stein
það var dárans dauða mein
drengrinn bregður sára tein.
45.
Höggur af honum hetjan fróm
höfuð í burt með skjótum dóm
dregr hann út um dyrnar gróm
og dysjar þar sem gröf var tóm.
46.
Margra fekk hann manna lof
minnst var þetta gjört við of
nefinu stakk hann neðan í klof
níðings þess fyrir sættar rof.
47.
Kempan dvelst í skála skýr
skýtur báði fugla og dýr
rænti öngan randa Týr
rekkrinn þar til vetrar býr.
48.
Skundar austr á skóga næst
skála sínum hefr hann læst
garða fann og grindhlið læst
gapri vex í augu fæst.
49.
Átti garðinn ekkja fríð
Áni heilsar kvinnan blíð
dóms kveðst hann hjá dofra hlíð
dveljast villdu eina tíð.
50.
Hilldur svaraði handar skers
hefr eg valla traust til þess
þig vill feigan fæðir hers
fólk er hér í vöndum sess.
51.
Verður ekki af völldum þín
þó vísir gjöri mér dauða pín
auðvíst er það auðar Hlín
eg skal sjálfur geyma mín.
52.
Gefur þú ekki um hilmis hatr
hvórki sparast þér öl né matr
umgangrinn var eigi flatr
ekki er hann til starfa latr.
53.
Jórunn heitir ekkjan sú
ættuð vel og rík sem frú
þar gekk Ánn með brúði í bú
og byggja eina rekkju nú.
54.
Fekk hann víf með fremd og snilld
að frænda ráði og hennar villd
var þar síðan veizlan gilld
virðum skenkti brúðrin milld.
55.
Garpnum fekk nú góða raust
gjörir hann sér í skógi naust
allt fyrir Áni liggur laust
lýða smíði gjörir hann traust.
56.
Formann sinn við frægðar lán
fólkið gjörði í hjeraði Án
sætti hann menn en rétti rán
refsar þeim eð gjörði smán.
57.
Án er sagður einkar framr
örr og milldur blíðu samr
valdur smiðr og vópnum tamr
vitr og snjallr að afli ramr.
58.
Faðir hans norður flótta trauðr
frá eg nú brátt að spyrðist dauðr
Gaut á Hamri tæmdist auðr
geymdi fé er ei var snauðr.
59.
Grímur fréttir að garprinn bar
gillda sæmd í hjeröðum þar
austur fór til Áns um mar
allblítt með þeim frændum var.
60.
Þórir kemr á þessi stund
þangað austr á bróður fund
biðr hann sína brjóta lund
og bjóða sættir hilmis kund.
61.
Ánn fekk þann veg orða gætt
alldri býð eg kóngi sætt
lætr hann þínu lífi hætt
löngu hefeg það fyrir þér rætt.
62.
Frændi geym þú frelstr af nauð
föðurleifð okkra og nógan auð
Ingjallds lund er örm og smauð
ætlar hann þér sáran dauð.
63.
Ræsis veit eg ráðin aum
rakti hann þar til margan draum
Þórir gaf ei að þessu gaum
Þundar taki þér horna straum.